top of page
SANDRA
Ég heiti Sandra og bý í Skipholtinu með kærastanum mínum og hundinum okkar henni Kleinu.
Árið 2019 fór ég í nám í myndskreytingu í Danmörku og þar fékk ég mikinn áhuga á að hanna grafík utan um umbúðir og allskyns prentgripi. Og út frá því fann ég þetta nám hérna á Íslandi sem heillaði mig.
Námið í grafískri miðlun hefur kennt mér margt sem ég átti eftir ólært og fer ég út í heiminn með fleiri verkfæri í töskunni og sem betri listakona.
Ég er mikið náttúrubarn og elska skóga, fjöll og blóm og það endurspeglar sig oft í verkefnunum mínum.
bottom of page